Grunnþættir menntunar
37
kvilla nútímasamfélags, s.s. gífurlega fjölgun barna með athyglisbrest og ofvirkni,
megi rekja til of lítillar útiveru barna.
24
Lífsþarfir
Hverjar eru lífsnauðsynjar okkar, hvers getum við alls ekki verið án?
Hvað tökum við t.d. með okkur í nokkurra daga ferðalag ef við þurfum að bera
allt á bakinu?
Kennari spyr bekkinn og skrifar svör á töflu. Þar kemur líklega langur listi. Þegar
nemendum dettur ekkert fleira í hug er farið yfir listann og hann ræddur. Þarna
eiga bara að vera lífsnauðsynjar. Sum atriðin fela önnur í sér, öll matvæli falla
undir fæðu, öll drykkjarföng undir vatn, föt og húsnæði falla undir skjól og þar
sem fólk hefur nægilegt rými hefur það líka venjulega nægilegt loft (súrefni). Svo
að líkamlegar lífsþarfir einstaklings má segja að séu fæða, vatn, skjól og rými
og allt þarf þetta að vera af góðum gæðum og þannig skipað að við getum nýtt
það. (Í verkefnamöppunni
Náttúruverkefni
25
eru mörg verkefni sem undirstrika
lífsnauðsynjarnar, sjá t.d.
Ljúfar lífsþarfir, Skaut búsvæðis
og mörg fleiri.)
Þetta eru líkamlegar lífsþarfir. Hvað finnst okkur nauðsynlegt að hafa umfram
þær? Hvað þurfum við til að okkur líði vel, komumst vel af og þyki skemmtilegt?
Félagsskap, listir, sköpun, þekkingu, lestur, samgöngutæki ...?
Nemendur rökræða hvað er nauðsynlegt og hvað ekki. Þeir hafa án efa ólíkar
skoðanir og álit. Getum við hugsanlega verið án einhvers sem við höfum talið
ómissandi? Gleymum við einhverju sem við gætum alls ekki verið án? Gætum við
hugsanlega breytt siðum okkar og venjum til að komast af með minna en við
gerum nú? Gætum við þjálfað okkur í hófsemi?
1...,29,30,31,32,33,34,35,36,37,38 40,41,42,43,44,45,46,47,48,49,...68