Page 9 - Læsi

Grunnþættir menntunar
7
Hefur þá kannski lítið breyst hvað varðar tjáningu og samskipti á vettvangi
skólanna? Nei, margt hefur breyst mjög mikið þótt kjarninn í menntun og þáttur
læsis í henni sé að mörgu leyti sá sami. Það sem hefur breyst er að tilteknar tækni-
nýjungar eða verkfæri hafa breytt samskiptaumhverfi okkar á afgerandi máta.
Bílar eru dæmi um byltingarkennda nýjung sem orkaði á tíma og rúm; með til-
komu þeirra breyttist til dæmis hugtakið
fjarlægð
og þeir víkkuðu sjóndeildarhring
fólks og þekkingu á ýmsa lund. Bílnotandi gat gert ótalmargt sem hinn gangandi
gat ekki gert (þótt vissulega megi snúa fullyrðingunni á haus). Prenttækni Guten-
bergs hafði einnig afdrifarík áhrif á mannlífið, fyrst í Evrópu og svo um allan
heim. Nýjar hugmyndir ferðuðust milli landa í formi bóka og menn áttuðu sig
á mætti orðsins – og þar af leiðandi á nauðsyn þess að læra að lesa. Þeim sem
skýrðu og skilgreindu veruleikann fjölgaði og þeir þurftu ekki lengur að koma
skoðunum sínum á framfæri í skjóli valdastofnana, til dæmis kirkjunnar, eins og
algengt var. Tækni Gutenbergs treysti einnig þjóðríki í sessi, þar sem fleiri fengu
til dæmis upplýsingar um lög og skatta, og hún ýtti undir samvitund og þjóðernis-
kennd, meðal annars vegna þess að mun meira af efni var birt á þjóðtungu hvers
ríkis en áður.
Svipað má segja um útvarp, kvikmyndir og sjónvarp og stafræna tækni á ofan-
verðri 20. öld og fram á okkar daga. Röddunum hefur fjölgað og hvers kyns
efni, boð og hugmyndir fara þvers og kruss um heiminn því að hann er að miklu
leyti orðinn samtengdur og myndar eitt samskipta- og atvinnusvæði. Víðast hvar
hafa tölvur og net gjörbreytt því hvernig fólk ber sig að við vinnu, hvernig það
hagar samskiptum sínum við aðra, aflar upplýsinga eða miðlar þeim. Á vettvangi
náms og kennslu hefur stafræna byltingin ekki síst falist í því að öll helstu skiln-
ings- og miðlunarverkfæri, og málin sem þau snúast um (t.d. prentmál, myndmál,
margmiðlun), eru nú saman komin í einum verkfærakassa, tölvu, sem nota má
til að draga að sér efni, skapa þekkingu og miðla henni út um víðan völl. Við
þetta bætist að tækin, t.d. tökuvélar og klippiforrit, eru nú ekki dýrari en svo að
margir skólar geta keypt þau. Þessar miklu breytingar hafa átt sér stað á tiltölulega
skömmum tíma, meðal annars vegna þess að tæknin sjálf átti þátt í útbreiðslu
sinni, og því er enn margt í deiglunni varðandi nýtingu hennar, kosti og galla jafnt
sem áhrif hennar á heilsu, vitsmunalíf og tilfinningar fólks.