Page 10 - Læsi

LÆSI
8
Á slíkum umbreytingatímum vakna margar spurningar um læsi og skipulag
skólastarfs. Hvernig orkar samspil margra miðla á skilning í þessu nýja umhverfi,
t.d. samspil tungumáls og myndmáls? Er myndmálið þess megnugt að skapa og
flytja merkingu án stuðnings frá tungumáli? Hvað felst í því að „lesa“ margmiðl-
unarefni? Hvernig á að skilgreina hugverk sem margir hafa unnið?
Hvernig á að skipuleggja nám þeirra sem hrærast jafnmikið í sýndarveruleika
netsins og veruleika lofts, vatns og vinda? Hvað er það í námi og kennslu sem
krefst þess að nemendur séu samtímis á sama stað? Hafa stafrænir miðlar breytt
því hvernig æskufólk tekur á móti boðum og vinnur úr þeim? Verður framsetn-
ingarmáti prentmáls á netinu, þar sem flest þarf að vera klippt og skorið eða tengt
í bak og fyrir, til þess að ungt fólk forðist bækur eða aðra textabálka? Lætur því
betur að skilja efni eða koma því á framfæri með tilstyrk lifandi mynda eða marg-
miðlunar? Að hve miklu leyti ræðst námsáhugi nemenda af því að þeir geti lagt
rækt við þau hugðarefni sem tengjast nýjum miðlum – miðlunum þeirra?
Álitaefnin eru því mörg en engu að síður virðast margir þeirra sem rannsaka
og skrifa um læsi í víðu samhengi, og notkun ýmiss konar miðla í skólastarfi,
sannfærðir um að með hinni nýju tækni séu komin áhöld sem kennarar í öllum
greinum verði að ná tökum á. Því leggja þeir til að náms- og kennslufræði
stafrænnar miðlunar, sem varðar þekkingarsköpun og þekkingarmiðlun með
margvíslegum miðlum (ekki bara prenti), eigi að vera hluti af kennslufræði allra
greina í kennaranámi. Jafnframt telja margir, kennarar jafnt sem fræðimenn, brýnt
að leita svara við þeirri spurningu hvers konar fagmenn kennarar þurfi að vera
þegar starfsskilyrði þeirra (og nemenda þeirra) hafa gjörbreyst, t.d. hvað varðar
aðgang að alls kyns efni og upplýsingum.
Hugsanlegt svar við þessari spurningu – sem vert væri að kennarar legðu mat
á – er að starf kennarans snúist ekki lengur um það fyrst og fremst að miðla
þekkingu til nemenda heldur sé það öðru fremur hlutverk hans að hjálpa þeim
að læra með tilstyrk þeirrar tækni sem er í boði nú á dögum og því verklagi
sem hefur sannarlega rutt sér til rúms í samfélaginu öllu. Vitaskuld þarf kenn-
ari að miðla ákveðnum fróðleik og upplýsingum til nemenda eftir sem áður en
samkvæmt ofangreindu sjónarmiði yrði það þó veigameiri þáttur í starfi hans
liðsinna nemendum við að spyrja spurninga og leita svara við þeim
,
spurninga sem