Grunnþættir menntunar
9
væru áleitnar og mikilvægar í huga þeirra. Í þessu samhengi má velta því fyrir sér
hvort sumir nemendur læri meira sem skapendur og miðlendur eigin þekkingar
en móttakendur þeirrar þekkingar sem kennarar reyna að miðla til þeirra.
Nýjum hugmyndum má lýsa með samanburði við þær sem hafa lengi haldið velli.
Hefðbundið námsumhverfi
Nýtt námsumhverfi
Kennaramiðuð leiðsögn,
kennarar miðla þekkingu til nemenda
Nemendamiðað nám,
nám byggt á samskiptum
Nemendur fremur óvirkir
móttakendur þekkingar
Nemendur fremur virkir
skapendur þekkingar
Nám byggist á því að lesa bækur
og skrifa
Nám miðast við alla miðla
Eitt skilningarvit örvað
Öll skilningarvit örvuð
Nám einkennist af yfirferð efnis
Nám einkennist af yfirferð efnis
í bland við þema- og könnunarverkefni
Tilbúnar aðstæður og verkefni
Raunverulegar aðstæður
og alvöruverkefni
Vinna einstaklings
Samvinna
Ein leið að marki
Margar leiðir að marki
Tiltekin þekking/
menning skiptir
meira máli en önnur
Mikilvægi þekkingar/menningar
er háð gildismati
Nám fer fram á ákveðnum stöðum
Nám er ekki bundið við tiltekna staði
Nám fer fram fyrri hluta ævinnar
Nám fer fram alla ævina
Efni töflunnar má hafa til hliðsjónar í umræðum um skólaþróun enda vekur það
margar spurningar. Ekki er til dæmis augljóst hvaða merkingu orðið
alvöruverkefni
hefur. Hvers konar verkefnum í íslenskukennslu, stærðfræði, náttúrufræðum eða
list- og verkgreinum væri hægt að skipa í þann flokk?