Page 12 - Læsi

LÆSI
10
LITBRIGÐIN OG LÆSIÐ
Kvöld nokkurt, þegar höfundur þessarar samantektar hafði lesið of stóran
skammt af blaðaviðtölum og greinum um læsi, sá hann fyrir sér konu sem hon-
um fannst vera persónugervingur læsisfræðanna, konu sem hægt væri að rekja úr
garnirnar varðandi lestur og ritun. Um hvað spyrðu blaðamenn slíka konu, spurði
höfundurinn sjálfan sig, ef þeir ættu viðtal við hana á alþjóðlegri læsisráðstefnu
sem haldin væri í stóru húsi við Reykjavíkurhöfn, og hvernig myndi hún hugsan-
lega svara? Það er ekki gott að segja en það má hugsa um það fram og til baka.
Blaðamaður:
Þú sagðir í morgun að við þyrftum að fara varlega varðandi
notkun tölvutækninnar í skólastarfi. Hvers vegna er það nauðsynlegt?
Fræðikona:
Sjáðu litbrigðin á sjónum núna! Já, nei, ég var bara að reyna að
slá aðeins á þessa umræðu um sífelldar framfarir. Fólk hampar alltaf nýj-
ustu tækjum og tólum og viðkvæðið er að þau muni valda straumhvörfum,
t.d. á vettvangi skólanna. Og stundum breyta þau mjög mörgu, já. En það
sem ég vildi undirstrika var að þótt okkur finnist að tækninni fleygi fram,
og hún hafi áhrif á það hvernig við getum lesið og skrifað, þá eru alltaf
plúsar og mínusar. Þannig hefur það alltaf verið. Hátalarakerfi er fínt tæki,
rödd okkar berst lengra, en þá glatast ýmislegt sem skiptir máli í samskipt-
unum augliti til auglitis, t.d. augnaráðið og ýmislegt í líkamsbeitingunni.
En eru kennarar ekki orðnir óþarfir í þessu stafræna umhverfi? Geta nem-
endur bara ekki náð í efni á netinu þegar þeir þurfa á því að halda?
Ég vil nálgast þetta út frá menningunni. Samkvæmt þeirri menningarhyggju
sem ég aðhyllist er menntun ferli sem menningin leysir úr læðingi, ferli sem
varðar sköpun merkingar. Ef upplýsingar væru þekking væri netið himna-
sending fyrir alla þá sem þyrstir eftir þekkingu. Þá gætu kennarar kannski
farið og lagt sig ... en upplýsingar eru eitt og þekking annað. Auðvitað
er það fínt að geta fundið svör við þessu og hinu á netinu en menntun
2