LÆSI
60
t
Þeir vilja skapa hluti, búa til eitthvað nýtt, með þeim verkfærum sem þeim er
tamt að nota
t
Þeir vilja vinna rannsóknar- eða þemavinnu í hópum (en jafnframt koma í veg
fyrir að sumir komist upp með að gera ekki neitt)
t
Þeir vilja tengjast bekkjarfélögum og fólki hér og þar með tilstyrk netsins,
og skiptast á skoðunum við það
t
Þeir vilja vinna með öðrum og keppa við aðra
t
Þeir vilja öðlast þekkingu sem er nothæf
Nemendur nú á dögum vilja því læra á annan hátt en flestir kennarar þeirra gerðu. Þeir
vilja að nám þeirra hafi gildi og merkingu fyrir þá í þeim skilningi að þeim finnist þeim
tíma sem þeir verja til náms vera vel varið og skólinn taki mið af því samskiptaumhverfi
sem þeir hafa alist upp í. Þeirra heimur er þeim mikilvægur og þeir vita meira um
sumar hliðar hans en kennararnir. En sá jarðvegur sem þeir eru sprottnir úr, reynsla
kynslóðanna og menningin, skiptir þessa nemendur einnig máli og um hann vita
kennararnir meira en þeir. Þess vegna þurfa nemendur og kennarar nú að mætast á
miðri leið. Kennarar þurfa ekki að breytast í tæknigúrúa til að svo megi verða en þeir
verða hins vegar að tileinka sér nýja kennslufræði. Samkvæmt henni verða kennarinn
og nemandinn eða nemendurnir námsfélagar og mynda
námsbandalag
sem felur í sér
ákveðna verkaskiptingu: Nemandinn einbeitir sér að þeim þáttum í námsferlinu sem
hann er færastur í en kennarinn sinnir því sem hann kann og gerir betur en aðrir.
Verkaskiptingunni má lýsa svona
Nemandinn finnur viðfangs- og áhugaefni sem heilla hann og leggur rækt við þau með
ástundun og einbeitni. Hann notar alla þá tækni sem býðst til að rannsaka fyrirbæri og
afla gagna og upplýsinga og kemur niðurstöðum sínum, hugmyndum eða skoðunum á
framfæri með ýmsum hætti.
Kennarinn styður nemandann á öllum stigum náms eða rannsóknar. Hann aðstoðar
nemandann við að forma áhugaverðar spurningar, bendir á hugsanlegar aðferðir til að
leita svara við þeim og hjálpar honum að setja hlutina í samhengi. Jafnframt stuðlar
kennarinn að því að nemandinn vinni verkið af alúð og tryggir að það standist þær
gæðakröfur sem eru gerðar.