Grunnþættir menntunar
59
t
Leika sér
t
Finna sína rödd
Gera það betur og betur
t
Pæla í verkinu
t
Sýna frumkvæði
t
Taka hóflega áhættu
t
Hugsa fram í tímann
t
Bæta sig sífellt með því að læra meira
Væru þessir þættir leiðarljós í öllum bekkjum og námsgreinum – að finna út hvað rétt sé
að gera, koma því verk, gera það í samvinnu við aðra, gera það á skapandi hátt og sífellt
betur og betur – yrðu nemendur orðnir býsna sjóaðir að loknu skyldunámi. Það sem
þeir læra mun taka breytingum en þættirnir fimm munu halda gildi sínu þótt aðstæður,
þekking eða inntak náms breytist. Okkur hættir til að reyna að kenna nemendum of
mikið og því þarf að leggja á ráðin um það hverju megi sleppa og hvað nemendur þurfi
ekki að leggja á minnið – ekki síst í ljósi þess aðgangs sem þeir hafa að upplýsingum og
þekkingu og hvaða hjálpartæki þeir geta nýtt sér í námi og síðar í starfi.
Nauðsynlegt er að auka tæknilega færni nemenda og margmiðlunarlæsi þeirra en þegar
að því kemur að breyta skólastarfinu kunna hugmyndir kennara um starf sitt og afstaða
þeirra til nemenda að skipta meira máli en tæknin. Dæmigerð verkaskipting í skólastarfi
er á þá lund að kennarar tala, útskýra eða halda fyrirlestra en nemendur hlusta, skrifa
glósur eða lesa kennslubækur og leggja námsefnið á minnið. Meinið er að kennsla af
þessu tagi, innlögn er hún stundum nefnd, gerir æ minna gagn; kennarar kunna sitt fag
og láta dæluna ganga en hætt er við að nemendur séu hættir að hlusta. Margir þeirra
nemenda sem kennurum finnst utangátta í tímum geta varla beðið eftir því að komast
heim til að geta farið inn á netið til að gera það sem þá langar til. En hvað langar þá
til að gera? Eftir hverju sækjast þeir? Niðurstöður rannsókna gefa okkur vísbendingu
um þetta:
t
Þeir vilja ekki hlusta á fyrirlestra
t
Þeir sækjast eftir virðingu og trausti
t
Þeir vilja hafa áhrif á gang mála og axla ábyrgð
t
Þeir vilja finna sína fjöl og sinna því sem á hug þeirra allan