LÆSI
58
Mestu máli skiptir að nemendur komist að því hvað vekur áhuga þeirra og á hvaða sviði
þeir vilja nýta hæfileika sína. En þeir þurfa einnig að virkja eldmóð sinn til að öðlast þá
færni sem gerir þeim fært að láta drauma sína rætast. Hvers konar færni er það? Hér
verða nefndir fimm flokkar færni sem allir tengjast sama markmiði, nefnilega því að ungt
fólk geti náð eins langt á því sviði sem hugur þess stendur til og hæfileikar þess frekast
leyfa. Flokkarnir snúast ekki um námsgreinar heldur um afstöðu, verklag, hugsunarhátt
og siðferði.
Finna út hvað rétt er að gera
t
Breyta rétt
t
Hugsa á gagnrýninn hátt
t
Setja sér markmið
t
Efla dómgreind sína og nýta hana vel
t
Taka yfirvegaðar ákvarðanir
Koma því í verk
t
Skipuleggja
t
Leysa vandamál
t
Stjórna sjálfum sér
t
Leggja mat á sjálfan sig
t
Læra af reynslunni
Gera það í samvinnu við aðra
t
Taka forustu
t
Eiga samskipti við einstaklinga og hópa (t.d. með því að nýta tæknina)
t
Eiga við tæki (t.d. tölvur)
t
Taka þátt í alþjóðlegum samskiptum
t
Eiga samskipti við fólk á mismunandi menningarsvæðum
Gera það á skapandi hátt
t
Vera sveigjanlegur
t
Vera frumlegur í hugsun
t
Þreifa sig áfram