LÆSI
54
Stundum tengir efnisgerðin foreldra saman, t.d. þegar þeir sameinast um að styðja
við bakið á börnum sínum, og þess eru mörg dæmi að hún auki samvinnu milli
kennara og fagfólks í miðlun eða milli kennaranna innbyrðis. Enn fremur styrkir
það einatt tengsl skólans og umhverfis hans, og eykur samheldni á hverjum stað,
þegar nemendur búa til efni um náttúru og mannlíf í átthögum sínum og miðla
því til almennings. Og ekki dregur það úr þeim áhuga og ánægju sem fylgir efnis-
gerðinni þegar nemendur vita að félagar þeirra og foreldrar muni sjá eða heyra
sköpunarverk þeirra. Við þetta bætist að þegar kennarar og nemendur vinna sam-
an að efnisgerð skarast menningarheimar þeirra meira en ella. Kennarar kynn-
ast menningu nemenda og öðlast betri skilning á henni; nemendur máta sig við
menningu kennaranna þegar þeir njóta tilsagnar þeirra.
Hlutverk kennarans breytist óhjákvæmilega í verkefnavinnu af þessu tagi. Hann
er sjaldnar eins og fræðaþulur á stalli en oftar í sporum þjálfarans á hliðarlínunni.
3.
MARKHÓPUR: Hverjum er það ætlað?
Hverjir munu horfa á/nota efnið?
Hvernig er markhópurinn saman settur?
(
t.d. með tilliti til aldurs, kyns, bakgrunns, væntinga eða þarfa)
4.
SAMHENGI: Hvar og hvernig?
Hvar verður efnið lesið?
Hvar verður horft/hlustað á það?
Hvar og hvernig verður það notað?
Á heimilum eða opinberum vettvangi?
Nýtur fólk þess saman eða notar hver það í sínu lagi?
5.
MIÐLUN/FRAMSETNING: Hvernig?
Miðað við 1, 2, 3 og 4: Hvernig á að setja efnið fram? Hvaða hugmyndir verða
uppistaðan í verkinu (söngleiknum, myndbandinu, vefnum)?
Hvaða verkfæri (miðlar, forrit) eru heppileg til vinnslu og dreifingar?