Page 55 - Læsi

Grunnþættir menntunar
53
Oft felur fjölbreytileg notkun miðla í skólastarfi í sér gaumgæfilega og gagnrýna
athugun á einhverju fyrirbæri og samtal um það. Þá verður til þekking sem nem-
endur og kennarar hafa skapað í sameiningu og nýtist tölvutæknin við alla þætti
þekkingarsköpunarinnar, aðföng, umbreytingu og miðlun. Umbreytingin er fólg-
in í þeirri glímu og þeirri sköpun sem er forsenda þess að efnisgerðin auki skilning
nemenda sjálfra og annarra á viðfangsefninu.
Þótt elliheimili hafi ýmsa kosti og leysi vanda margra hafa þau rofið þá hefð sem tíðkast
hefur öldum saman að hverri fjölskyldu beri að annast sína nánustu þegar þeir eldast.“
Svona lýsing er mikilvægt leiðarljós fyrir þann sem ætlar að setja saman ritgerð/vef/
stuttmynd/útvarpsþátt um þetta efni.
Ekki dugir að nemendur fresti því að byrja að skrifa eða setja efni saman þangað til þeir
vita „allt“ um málið; það mun aldrei gerast. Verkið mun ekki spretta fullskapað upp úr
hugarfylgsnum þeirra. Að skrifa um eitthvað jafngildir því í raun að læra um það; afla
gagna eða heimilda, vinna úr þeim og miðla niðurstöðunni. Gott efni er hugmynd sem
búið er að setja í form og fægja og pússa þangað til kjarni hennar og fegurð birtist.
Nemendur á öllum skólastigum geta notað stafræna miðla, tölvur og net til þekkingar-
sköpunar og þekkingarmiðlunar af ýmsu tagi. Því betur sem nemendur búa sig undir
efnisgerð þeim mun meiri líkur eru á að efnið verði áhugavert og þjóni þeim tilgangi sem
því er ætlað.
Eftirfarandi verkáætlun má nota til að undirbúa efnisgerð með nemendum.
1.
INNIHALD: Hvað?
Um hvað á að fjalla? Hverju á að koma á framfæri?
Hvers eðlis er efnið eða sagan sem á að segja?
Hvaða (hrá)efni er ætlunin að vinna úr og hvernig verður þess aflað?
2.
MARKMIÐ: Hvers vegna?
Hvers vegna á að búa efnið til?
Hvers vegna er þörf fyrir það?
Hvaða áhrif er því ætlað að hafa?