LÆSI
50
MIÐLAMENNT OG MIÐLALÆSI
Hugtakið
miðlamennt
(
media education
,
media literacy education
)
vísar til tiltekins verk-
lags í skólastarfi sem hefur víða gefist vel: Nemendur nota mismunandi miðla
–
myndmiðla, hljóðmiðla, prentmiðla, netmiðla – við nám sitt og læra í leiðinni
sitthvað um notagildi þeirra og áhrif á menningu og lýðræði. Í
miðlalæsi
(
media
literacy
)
felst sú færni og kunnátta sem tengist fjölbreyttri miðlanotkun, annars
vegar hæfni til að meta og greina fjölmiðlaefni og ýmiss konar upplýsingar, og
hins vegar geta til að búa til og miðla efni með margvíslegum aðferðum, jafnt í
formi prentmáls sem annarra tjáningarmiðla. Í fyrstu tengdist miðlalæsi einkum
fjölmiðlum, svo sem dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi, en snýst nú einnig um
stafræna miðlun þar sem tölvur og net eru í aðalhlutverki.
Fjölmiðlarýni
Eitt höfuðmarkmið miðlamenntar er að ungt fólk temji sér að greina efni fjöl-
miðla á gagnrýninn hátt. Gengið er út frá því að fjölmiðlar geti ekki lýst veru-
leikanum „eins og hann sé“ vegna þess að þeir geti einungis fjallað um agnarsmátt
brot af því sem gerist í veröldinni og fjölmiðlafólkið ráði efnisvali og efnistökum.
Nemendur þurfi því að glöggva sig á því sem kunni að hafa áhrif á hvað miðla-
fólk fjallar um, eða fjallar ekki um, og með hvaða hætti það geri það. Jafnframt
verði nemendur að skilja að framsetningarmáti og efnisval í miðlum hafi áhrif á
sjálfsmynd fólks og hugmyndir þess um veruleikann, og velta því fyrir sér hvers
vegna fólk kunni að skilja og túlka efni á mismunandi vegu.
Þegar nemendur greina efni geta þeir haft fimm lykilhugmyndir til hliðsjónar
og snerta þær höfundinn, þann sem býr til efnið, tjáningarformið, móttakendur,
innihald og tilgang. Hverri lykilhugmynd fylgir lykilspurning.
8