Page 50 - Læsi

LÆSI
48
Kennileiti textans.
Mikilvægt er að kennari bendi nemendum reglulega á hvernig
höfundur setur fram námsefni eða fræðilegt efni og hjálpi þeim að glöggva sig
á hugtökum þegar þau ber á góma í fyrsta sinn. Jafnframt getur
orðhlutagreining
,
myndhugsun
,
textaspurningar
og
endursögn
auðveldað nemendum að skilja textann.
Í
orðhlutagreiningu
greina þeir hluta samsettra orða, þ.e. forskeyti, rót og við-
skeyti, og átta sig þannig betur á því hvernig þau eru hugsuð eða til komin.
Mynd-
hugsunin
felst í því að nemendur búi til kvikmynd í huganum, byggða á sögum sem
þeir lesa, og nái þannig betur utan um efni þeirra.
Textaspurningum
,
sem nemendur
eiga að semja og svara sjálfir, er ætlað að glæða áhuga þeirra á texta áður en þeir
lesa hann. Með svörum sínum spá þeir fyrir um hvað textinn muni snúast um eða
hvað megi læra af honum og komast svo að hinu sanna með því að lesa hann. Í
endursögn
segja nemendur svo frá efni texta með eigin orðum.
Meginmarkmiðið með slíkum verkefnum er ekki að bæta lestrareinkunnir svo-
lítið í bráð heldur að stuðla að því að nemendur verði glöggir lesendur þegar litið
er til lengri tíma. Hugmyndin sem býr að baki þeim er jafnframt sú að nemendur
átti sig á að lesskilningur snýst ekki aðeins um skarpskyggni lesandans heldur
einnig um það sem hann gerir til þess að skilja efnið, samanber það sem nem-
endur
gera
í verkefnunum sem lýst var.
t
Hvaða spurningar vöknuðu í huga þér við lestur efnisins?
t
Hvaða efnisþátt/þætti langar þig að vita meira um?
t
Á hvers konar gögnum/upplýsingum byggir höfundur skrif sín?
t
Telurðu að þau/þær séu áreiðanleg(ar)?
t
Nefndu dæmi um eitthvað sem þér finnst sérlega vel sagt í greininni.
t
Er eitthvað sem þér finnst vanta í hana? Hvers vegna?
Þegar nemendur lesa fræðilegt efni á virkan og skipulegan hátt læra þeir um helstu
efnishluta þess og þær hefðir sem lúta að rannsóknarspurningu, gagnasöfnun, úrvinnslu,
röksemdafærslu, niðurstöðum og túlkun þeirra. Sú vitneskja léttir þeim róðurinn þegar
þeir þurfa sjálfir að rita fræðilegar ritgerðir eða greinar.