Grunnþættir menntunar
47
þeir beiti ákveðnum reglum til að hraðlesa þær, skima þær, eða leiti svara í textanum við
tilteknum spurningum. Hægt er að hugsa málið þannig að nemendur „eigi í mismunandi
samskiptum“ við textann, lesi hann mörgum sinnum á mismunandi hátt.
Hér á eftir er lýst skimunaraðferð sem nemendur geta haft til hliðsjónar þegar þeir byrja
að lesa fræðigreinar. Áður en lestur hefst þarf kennarinn að skýra hvers konar efnis
megi vænta í mismunandi hlutum greinarinnar og útskýra hvað efnisgrein sé.
t
Lestu allar fyrirsagnir í fyrsta hluta greinarinnar.
t
Lestu fyrstu efnisgreinina í hlutanum.
t
Lestu svo fyrstu setningu hverrar efnisgreinar þangað til þú kemur að síðustu
efnisgreininni. Lestu hana alla.
Endurtaktu þetta ferli í öllum hlutum greinarinnar þangað til þú kemur
að niðurstöðuhlutanum.
t
Lestu fyrirsögn niðurstöðukaflans og fyrstu efnisgreinina alla.
t
Lestu fyrstu setninguna í öllum efnisgreinum uns þú kemur að síðustu
efnisgreininni. Lestu hana alla.
Nú kann að vera tímabært að nemendur lesi greinina í heild, hver í sínu lagi eða saman.
Lesi þeir hana saman má skipta þeim í hópa eftir hlutum þar sem þeir skiptast á að
lesa efnið upphátt, ræða skilning sinn og túlkun á textanum, varpa fram spurningum eða
ræða álitamál.
Nemendur geta einnig haft eftirfarandi spurningar til hliðsjónar hvort sem þeir glíma við
greinina í einrúmi eða hópvinnu:
t
Hvaða atriði/punktar/spurningar/sjónarmið/upplýsingar fundust þér
athyglisverðastar í efninu? Hvers vegna?
t
Hver er kjarni þess máls sem höfundur fjallar um? Er auðvelt/erfitt að átta sig
á því?
t
Hvað í efninu fannst þér erfitt að skilja? Hvers vegna?
t
Hver eru lykilhugtök greinarinnar? Hvaða hugtök/orð þarftu að ræða við aðra
til að átta þig betur á þeim?
t
Er eitthvað í framsetningu eða röksemdafærslu höfundar sem þér finnst
orka tvímælis?