Page 48 - Læsi

LÆSI
46
hugtökum og setningum í textanum.
Spáin
felur í sér samtal um það sem muni
gerast næst í textanum eða hvað megi læra af honum. Í
samantektinni
rifja nem-
endur upp aðalatriði textans og það helsta sem þeir hafa rætt um.
Lærlingar í grein.
Kennarinn er hér í hlutverki sérfræðings í ákveðnu fagi og
nemendurnir sem eru í læri hjá honum eru stálpaðir krakkar eða unglingar. Kenn-
arinn hjálpar „lærlingunum“ að átta sig á þeim aðferðum og þankagangi sem
einkenna fagið eða greinina og athyglin beinist ekki aðeins að inntaki efnisins
heldur að því hvernig megi lesa það og í hvaða tilgangi. Við undirbúning tekur
kennarinn mið af fjórum víddum.
Hin félagslega vídd
felst í því að skapa samfélag sem einkennist af trausti og
samhjálp, samfélag þar sem nemendur hika ekki við að ræða það sem hindrar
þá í lestrinum eða auðveldar þeim að skilja efnið.
Persónulega víddin
snýst um að
styrkja sjálfsmynd nemenda hvað lesturinn varðar og breyta afstöðu þeirra til
hans. Þeir venjast því að hugsa um lestur sem fyrirbæri, beita hugtökum til að
ræða um hann, leggja mat á eigin lestur og huga að því valdi sem þeir hafa til að
leggja mat á texta eða túlka hann. Í
lestrarvídd
kynnast nemendur lestrarlagi og
lestraraðferðum sem þeir þurfa að ná valdi á til að geta lesið eins og sérfræðingar
í faginu. Í
vídd
þekkingarsköpunar er lögð áhersla á að nemendur öðlist þekkingu
á efni eða inntaki fagsins og þeim tjáningarformum og stíl sem fagmennirnir nota
til að koma því á framfæri. Í öllum víddum skiptir það svo höfuðmáli að nem-
endur þjálfist í að tala saman um efnið, ræði til dæmis um ólíka höfunda, efnisval
þeirra og efnistök.
Fræðilegur texti
Lestrarnám þarf að eiga sér stað á öllum skólastigum og nemendur þurfa að kynnast
mismunandi tegundum texta, sögum, uppskriftum, ljóðum og leiðbeiningum. Eins
og komið hefur fram leggja sumir lestrarfræðingar jafnframt áherslu á að stálpaðir
nemendur glími við fræðilegan texta, aðgengilegar bækur eða greinar, strax og þeir hafa
burði til þess – og benda í því sambandi á að framhaldsnám þeirra byggist að stórum
hluta á þeirri textategund. Ekki er ráðlegt að nemendur reyni í fyrstu tilraunum sínum að
lesa fræðigreinar eins og sögu eða blaðagrein, þ.e. frá upphafi til enda. Ráðlegra er að