Grunnþættir menntunar
45
ÁFRAM EFTIR LESTRAR-
BRAUTINNI
Nemendur verða að halda lestrarnámi áfram í efri bekkjum grunnskóla og fram-
haldsskóla eftir að þeir hafa náð tökum á tilskilinni lestrartækni á fyrstu skólaár-
unum. Allir nemendur verða að læra að lesa með hliðsjón af markmiði, greina
það efni í texta sem skiptir máli hverju sinni og vinna úr því. Allir nemendur verða
að glöggva sig á merkingu orða sem þeir hafa ekki rekist á áður, tengja saman
nýjar upplýsingar og það sem þeir vita fyrir. Allir nemendur verða að átta sig á
sjónarhorni höfundar, ráða fram úr því þegar heimildir stangast á, greina milli
staðreynda og skoðana. Við verðum með öðrum orðum að tryggja að nemendur
þjálfist í að skilja texta. Því fer fjarri að vandinn sé eingöngu sá að nemendur geti
ekki lesið; hann er oft fólginn í því að þeir skilja ekki það sem þeir lesa.
Gott er safna í sarpinn ýmsum aðferðum og ráðum sem beita má til að gera
nemendur að betri lesendum. Líkt og læknir beitir mörgum samvirkum ráðum
til þess að lækna sjúkling þurfa kennarar að komast að því hvaða aðferðum er
heppilegt að beita saman við tilteknar aðstæður. Hvað virkar best fyrir hvern og
einn hverju sinni? Sumar aðferðir virðast duga vel við nám og kennslu í ýmsum
greinum og má nefna dæmi um það.
Nemendur kenna hver öðrum í hópi.
Kennarinn sýnir bekknum í heild hvernig
hægt er að nota
spurningar
,
skýringar
,
spá
og
samantekt
við textavinnu. Síðan skiptir
hann nemendum í hópa sem eiga að beita aðferðinni. Ýmist skiptast nemendur á
um að stjórna umræðum um tiltekinn þátt eða eru til skiptis í hlutverki kennarans
og fara þá yfir alla fjóra þættina. Með því að beita aðferðinni mörgum sinnum á
ýmiss konar efni ná nemendur tökum á henni og geta beitt henni hjálparlaust utan
skólastofunnar.
Spurningarnar
sem varpað er fram snerta texta sem einhver í hópnum les upp-
hátt fyrir alla ellegar hver og einn les í hljóði.
Skýringarnar
skerpa skilning á orðum,
7