LÆSI
44
Í stað þess að bæla niður tilfinningar nemenda reyni ég að lýsa þeim
með orðum. Í stað þess að segja „Auðvitað hatarðu Nonna ekki“ gæti
ég sagt „Ég skil að þér sárni þetta“ (að Nonni sparkaði í kubbahúsið).
Í stað þess að skamma nemendur reyni ég að skýra hluti fyrir þeim.
Skammir: Þú veist að þú mátt ekki ekki toga í vænginn á fiðrildinu.
Upplýsingar: Það þarf svo lítið til að laska fiðrildi. Vængurinn slitnar
af við minnsta átak.
Ég lýsi vandamálinu í stað þess að finna sökudólg. „Það er vatn úti
um allt hjá vaskinum og við verðum að þurrka það upp áður en
einhver dettur og meiðir sig“ dugar betur en „Hver sprautaði vatni út
um allt?“
Í stað þess að skipa fyrir, lýsi ég valkostum, þó ekki of mörgum.
„
Þegar þið eruð búin lesa söguna getið þið farið í teiknihornið og
teiknað mynd af víkingunum, farið upp á bókasafn og fundið aðra
víkingabók eða hlustað aftur á geisladiskinn í hlustunarhorninu.“
Ég forðast skammarræður og reyni að vera skorinorð. „Unnur,
gakktu frá púsluspilinu ... núna! Ég á ekki að þurfa segja þér þetta á
hverjum degi.“ Áhrifaríkara er að segja: „Þú veist hvar við geymum
púsluspilið.“
Ég hampa því sem börnunum tekst að gera fremur en að benda á það
sem þeim hefur ekki tekist: „Ég sé að þú ert búinn með fyrsta stafinn
í nafninu þínu, Hrafnkell!“ hvetur Kela meira til dáða en orð sem gefa
til kynna að hann ráði ekki enn við að skrifa nafnið allt.
Kennari getur notað gátlista Arnheiðar til að leggja mat á sjálfan sig. Ef listinn
lýsir verklagi sem hann hefur tamið sér hefur hann líklega þegar skapað umhverfi
sem örvar samskipti í skólastofunni. Þar með er ekki sagt að kennara, sem gerir
fæst af þessu, hafi ekki tekist það því hægt er að stuðla að farsælum samskiptum
með ýmsu móti. En það er ekki úr vegi að prófa aðferðir sem hafa reynst árang-
ursríkar enda getur hver kennari lagað þær að sínu vinnulagi og viðfangsefnum
nemenda hverju sinni.