Page 45 - Læsi

Grunnþættir menntunar
43
Gátlistinn
Arnheiður hefur kennt börnum í yngstu bekkjum grunnskóla árum saman og
sannfærst um að íslenskunámið snúist um
samskipti í víðum skilningi
.
Smám saman
hefur hún komið sér upp gátlista sem hún fer yfir annað slagið til þess að minna
sjálfa sig á þætti sem hún telur mikilvæga í móðurmálskennslunni:
‡
Ég nýti mér hvert tækifæri til að spjalla óformlega við börnin, t.d.
á skólalóðinni.
‡
Ég hlusta af athygli á það sem þau segja og bregst við eða spyr
spurninga til að halda samtalinu gangandi.
‡
Ég reyni að ræða það sem barnið vill tala um fremur en að beina
samtalinu í aðra átt eða spyrja það spjörunum úr.
‡
Ég nota ekki nafn barns – Björn! – í merkingunni „Nei!“ eða „Hættu
þessu!“
‡
Ég kem því til skila með ýmsu móti að ég hafi mætur á börnum og
einlægan áhuga á þeim.
‡
Ég er jafn kurteis í garð barnanna og starfsfélaganna.
‡
Ég felli ekki sleggjudóma um börn og unglinga – hvorki í þeirra eyru
né annarra kennara.
‡
Ég sé til þess að börnin fá reglulega tækifæri til þess í skólastofunni
að ræða mál til nokkurrar hlítar, þ.e. ekki þannig að þau svari
spurningum mínum með einu orði eða setningu.
‡
Ég forðast að spyrja spurninga sem ég veit svarið við, spurninga sem
ég spyr til þess eins að prófa kunnáttu nemenda.
‡
Ég reyni að spyrja opinna spurninga sem kalla fram mismunandi
viðbrögð í nemendahópnum og ekki er hægt að svara með jái eða
neii.
‡
Ég virði umræðuefni nemenda minna, jafnt alvörumál sem mál af
léttari toga.
‡
Ég reyni að viðhalda jafnvægi í samskiptunum í bekknum: Stundum
beini ég orðum að nemendum, stundum tala þeir við mig, stundum
tala þeir saman.