LÆSI
40
Teymisvinna.
Í fyrstu bekkjum grunnskóla eru nemendur að mestu undir hand-
arjaðri eins kennara en á miðstigi og í efstu bekkjum tekur við greinakennsla og
fleiri kennarar koma við sögu. Þessi umbreyting veldur því stundum að kennsla
í lestri og ritun verður ekki eins heildstæð og hún þarf að vera. Vinni kennarar í
hópum geta þeir samræmt aðgerðir sínar og reynt að koma í veg fyrir að nemandi
dragist aftur úr án þess að við því sé brugðist. Reglulegir þverfaglegir teymisfundir
eru jafnframt nauðsynlegir þegar læsisstefnan tekur til allrar kennslu í skólanum.
Forysta.
Forsenda þess að lestrar- og ritunarkennsla breytist til batnaðar er að
skólastjórinn sé faglegur leiðtogi í skólaþróuninni. Hann þarf að þekkja vel til
lestrar- og ritunarkennslu og misjafnra þarfa og þröskulda nemenda í náminu.
Skólastjórinn tekur einnig þátt í starfsþróun sem snertir læsi svo hann geti skipu-
lagt og samhæft stefnu skólans á því sviði. Sú innsýn sem hann öðlast við þetta
gerir honum kleift að stjórna skólastarfinu, í samstarfi við kennara, í anda þess
sem að er stefnt. Lykilorðin eru yfirsýn og samstillt átak.
Skólastjórar þurfa að marka stefnu, sinna starfsfólki og endurskipuleggja
skólastarfið. Fleira þarf að koma til en lítið gerist ef þetta þrennt vantar. Skóla-
stjórar vita hvað samráð, sameiginlegar ákvarðanir og vitneskja um markmið vega
þungt í nýbreytnistarfi. Þeir vita einnig hvað það skiptir miklu máli hvað starfs-
ánægjuna varðar að þeir kynnist starfsfólki sínu sem manneskjum og ræði við það
um starfið í bráð og lengd, örvi það og styðji á alla lund.