LÆSI
36
brögðum til að glæða hann aftur. Allt nám þeirra byggist vitaskuld á því að þeir
verði læsir og skrifandi en þeir verða einnig að öðlast þann neista, þorsta eftir
þekkingu og sjálfstæði sem framhaldsnám og nám alla ævina krefst. Að þessu má
stuðla með því að leyfa nemendum að velja reglulega efni sem þeir vilja lesa eða
rannsaka. Svigrúm af þessu tagi virðist oft auka sjálfstjórn þeirra og áhuga.
Textamiðað samvinnunám.
Hér vinna nemendur textavinnu í hópum. Ýmist ráða
þeir í tiltekið efni saman, líkt og tíðkast í leshringjum, eða hjálpast að við að skrifa
texta. Aðferðina má nota við kennslu hvaða greinar sem er og ýmist velja nemendur
sér efni eða kennarinn setur ákveðin verkefni fyrir. Hann kemur vinnunni af stað
með því að ákveða verkaskiptingu og verklag í hverjum hópi, að minnsta kosti til að
byrja með, og sér til þess að allir séu virkir og fái verkefni við sitt hæfi.
Í grein sinni Textar og nýting þeirra í kennslu sem birtist í
Skímu
,
málgagni
móðurmálskennara, 2. tbl. 33. árgangi 2010, fjallar Þórunn Blöndal
dósent
um færni sem kalla má textalæsi. Sá sem hefur góðan grunn í textalæsi
hefur haldgóða þekkingu á einkennum ólíkra textategunda og færni til að
ráða í orð og setningar í textanum. Unnið er með textann á þremur sviðum.
Textasvið.
Textinn skoðaður sem heild; textategund greind og helstu einkenni hennar
skoðuð. Dæmi um spurningar: Hvaða textategund tilheyrir textinn? Hver eru helstu málleg
einkenni textans/tegundarinnar? Hvaða lestrarlagi er beitt? Hvað einkennir útlit textans?
Setningasvið.
Stærstu einingar textans skoðaðar – efnisgreinar, málsgreinar, setningar,
samloðun (hvernig einingar textans eru tengdar saman). Dæmi um spurningar: Hvaða
efni er tekið fyrir í hverri efnisgrein? Hver eru lykilorð efnisgreina? Er eitthvað einkennandi
fyrir málsgreinar í textanum?
Orðasvið.
Smærri einingar athugaðar og virkni þeirra í textanum. Dæmi um spurningar:
Hvað einkennir orðavalið? Hvaða orðasambönd eru valin? Hvaða orðtök eru notuð? Er
eitthvað um málshætti í textanum? Eru myndhverfingar notaðar?
Sá sem hefur góðan grunn í textalæsi hefur haldgóða þekkingu á einkennum ólíkra
textategunda og færni til að ráða í orð og setningar í textanum.