Grunnþættir menntunar
35
tökum á lestri og ritun. En hvers eðlis eru aðferðirnar sem hægt er að beita í þessu
augnamiði? Hér verða nokkrar nefndar, fyrst þær sem eiga við um kennsluna.
Bein fræðsla um aðferðir sem geta nýst nemendum við að skilja texta.
Unnt
er að benda nemendum á ráð sem þeir geta beitt í glímu við texta. Þeir geta til
dæmis hugað að því hvernig höfundur byggir upp efnið, hvernig hann nálgast
það og tengir hluta þess saman. Þeir geta jafnframt metið hversu vel höfundi
lætur að skilgreina og skýra umræðuefnið, hversu vel hann rökstyður mál sitt og
hvað hann gerir til að skapa nauðsynlegt samhengi og flæði í textanum.
Kennari getur lesið texta upphátt og sýnt með dæmum hvaða ráðum honum
sjálfum er tamt að beita til að átta sig á inntaki hans. Í þessu skyni þarf hann að
útskýra, svo allir nemendur heyri, hvers vegna, hvernig og hvenær hann beiti til-
teknum aðferðum. Kennarinn getur jafnframt veitt nemendum
mikinn
stuðning
þegar þeir reyna að ná tökum á nýrri aðferð og svo
dregið úr
hjálpinni þegar geta
þeirra og sjálfstæði eykst.
Leiðsögn sem varðar inntak.
Þótt bókmenntir séu gulls ígildi í móðurmálskennslu
binda margir kennarar ekki lestur og ritun við þær heldur láta nemendur glíma við
fagmál eða fræðilegt efni. Þegar þannig háttar kennir íslenskukennari ekki tiltekna
aðferð (t.d. útdrátt) á almennan hátt heldur tengir hann hana við fagtexta og slær
þannig tvær flugur í einu höggi.
Faggreinakennari kynnir fyrir nemendum aðferðir sem kunna að auðvelda
þeim að ná tökum á máli viðkomandi greinar en hefur jafnframt samráð við
íslenskukennarann og aðra greinakennara. Ekki er stefnt að því að allir kennarar
verði lestrar- og ritunarkennarar heldur er markmiðið að þeir stilli saman strengi
sína þannig að allir viti af almennum úrræðum hvað varðar læsi en hver fag-
kennari kynni svo fyrir nemendum ritunarhefðir og viðeigandi lestrarlag á sínu
sviði. Þá geta þeir tamið sér að lesa og skrifa eins og fræðimenn og sérfræðingar á
ýmsum sviðum, t.d. í anda stærðfræðinga eða matreiðslumanna.
Áhugi og sjálfstæði í námi.
Ekki er óalgengt að áhugi nemenda á námi minnki
þegar mesta nýjabrumið er farið af lífinu í skólanum og þá þarf að beita öllum