LÆSI
34
SKÓLAÞRÓUN Í ÞÁGU LÆSIS
Þótt ekki sé til nein allsherjarlausn handa þeim nemendum sem þurfa að auka
færni sína í lestri og ritun má benda á tiltekin úrræði sem hafa reynst vel. Úrræðin
eru einkum tvenns konar og varða annars vegar náms- og kennsluhætti og hins
vegar innviði skólans, þ.e. þá aðstöðu og umgjörð sem skólastjórn og skólayfirvöld
skapa. Ákveðin aðferð kann að hafa umtalsverð áhrif ein og sér en skynsamlegt
er að hugsa málið þannig að skólinn komi sér upp aðgerðabanka þar sem taka
má út ráð við hæfi hverju sinni. Skólastjórnendur og kennarar þurfa að koma sér
saman um læsisstefnu, setja sér skýr markmið og samræma aðgerðir, þ.e. ákveða
hvaða þættir þurfi að fara á undan öðrum og huga að því hvaða ráð dugi best
gagnvart tilteknum einstaklingum. Aðgerðirnar eru ekki byggðar á forskriftum
heldur ber að líta á þær sem sveigjanleg og samvirk úrræði.
Þótt markviss kennsla kunni að hafa mikil áhrif getur árangurinn orðið enn
meiri ef aðbúnaður og aðstaða og skipulag í skólanum skapa traustan grunn fyrir
umbætur og festa þær í sessi. Takist ekki að búa til slíka umgjörð er hætta á að
þróunarstarfið verði bundið við tiltekna kennara og gagnist ekki nemendum í
heild þegar til lengdar lætur. Þegar gróska er í skólastarfi falla hugmyndir um
nýbreytni oft í frjóan jarðveg, hvort sem þær koma frá nemendum, kennurum,
skólastjórn eða öðru starfsfólki skóla, en hreyfiafl þeirra er mest þegar þær snerta
jafnt hið innra starf (námið og kennsluna) og hina ytri þætti (umhverfi, búnað,
skipulag).
Mikilvægt er að ákvarðanir um innri þætti séu teknar áður en lagt er á ráðin um
þá ytri; uppeldissjónarmiðin eiga með öðrum orðum að ráða innviðunum. Blóm-
leg skólamenning skapar að sönnu ákjósanlegar aðstæður fyrir nám í lestri og
ritun en ekki er nóg að andrúmsloftið í skóla sé gott ef nemendum fer ekki fram.
Markmið með breytingum þurfa því að vera skýr svo unnt sé að endurskoða þau
ellegar ganga úr skugga um að þeim hafi verið náð. Ekki er unnt að stytta sér leið
í umbótastarfinu; það er í senn flókið og tímafrekt að breyta kennsluháttum og
umgjörð skólastarfsins í þágu þeirra ungmenna sem hafa ekki náð nógu góðum
6