Grunnþættir menntunar
33
vinnu sinni. Þótt samvinnan sitji í fyrirrúmi geta einstakir nemendur kannað þætti
sem eru þeim hugleiknir á eigin spýtur en niðurstöður þeirra verða þó um síðir
hluti af hinu sameiginlega verki.
Í grein sinni Molar um læsi sem birtist í
Skímu
,
málgagni móðurmálskennara,
2.
tbl. 33. árgangi 2010, kemst Guðmundur B. Kristmundsson dósent svo að
orði:
Við þurfum að haga kennslunni þannig að nemandinn læri og geti yfirfært aðferðir við
lestur og ritun svo þær verði honum tamar og hann geti valið aðferð og beitt henni eftir
efni og tilefni. Þetta er mikilvægt þegar haft er í huga að við erum að búa nemandann
undir nám fyrir lífið, ekki einungis próf í skóla. Hann þarf að læra að spyrja textann, leita
að orsök og afleiðingu og sjá tengslin þar á milli. Beita þekkingu sinni og reynslu, og
leggja mat á efnið, gæði þess og mikilvægi. Hann verður smám saman að verða fær
um að velja sér efni sem gæti þjónað áhuga hans og þörfum og leita þess sem hann
þarfnast.
Hið sama gildir um ritun. Nemandinn þarf smám saman að læra aðferðir við að skrifa
og geta valið sér þá leið, það málsnið og stíl sem hentar hverju sinni. Þarna kemur mál
hans og þekking á textagerð að góðum notum. Það er því mikilvægt frá fyrstu tíð að
nemandi fái að ígrunda eigin texta, segja frá efni hans og finna að aðrir hafi áhuga á
honum, kennari, skólafélagar og foreldrar.