Page 34 - Læsi

LÆSI
32
Þegar nemendur glíma við verkefni sem þeir hafa mikinn áhuga á er enginn ey-
land; samvinna þeirra leiðir til þess sameiginlega skilnings og merkingar sem þeir
leggja í verkið. Samstillingin gerir þeim einnig fært að tengja saman mismunandi
þætti þess, jafnt röklega sem tilfinningalega, og hún leysir úr læðingi athafnir þar
sem hver og einn getur lagt sitt af mörkum og lært réttu tökin í samvinnu við aðra
sem styðja hann sem mest þeir mega.
Oft eiga framfarir eða umbætur sér stað vegna þess að menn standa and-
spænis vandamáli sem þarf að leysa. Vinnuferlið stendur oft lengi – verkið er í
vinnslu – en um síðir birtist lausnin sem hópur fólks hefur fundið með því að
vinna saman. Í skólastarfi má nota hugmyndina um
verk í vinnslu
eða
verk sem unnt
er að bæta
og vinna nemendur þá verkefni þar sem hluturinn er áþreifanlegur eða
inntakið sýnilegt, t.d. fjarstýrður smábíll eða skýringarlíkan á tölvuskjá. Til þess að
nemendur geti unnið verkið þurfa þeir að afla viðbótarupplýsinga, meta þær og
beita þeim við umbæturnar á verkinu. Allt þetta krefst þess að þeir lesi og skrifi,
hlusti og tali saman í þágu þess.
Aðra tegund umbótastarfs mætti kenna við
þekkingarspíral
en hann geta kenn-
arar notað til að hugsa um hlut talaðs máls, prentmáls og annarra samskiptaforma
í verkefnum nemenda.
Í fyrsta hring spíralsins beinist athyglin að því sem nemendur vita þegar, þ.e.
að þeirri reynslu þeirra sem gæti nýst við að leysa vandamál í sameiningu.
Í öðrum snúningi hans bætast við nýjar upplýsingar eða gögn sem kennarinn
kemur á framfæri eða nemendur afla sér. Þeir vinna úr þeim, tengja þær við það
sem þeir vita fyrir, bera saman bækur sínar og taka ákvörðun um næsta skref
í umbótastarfinu. Þannig má hugsa sér ferlið hring eftir hring: reynsla + nýjar
upplýsingar = einstaklingsbundin þekkingarsköpun og skilningur sem breytist að
endingu í sameiginlega þekkingarsköpun og skilning.
Verk í vinnslu
og
þekkingarspírallinn
geta verið leiðarhnoð í skólastarfi þar sem
könnunaraðferðin situr í fyrirrúmi. Samkvæmt henni er það ekki hlutverk kenn-
ara að miðla til nemenda tilbúnum grunnþekkingarpökkum og ganga úr skugga
um það með prófum hvort þeir hafi „meðtekið“ innihald þeirra. Kennarar eiga
fremur að afmarka mikilvæg námssvið eða þemu sem eru þó það víð að nem-
endur geti valið sér viðfangsefni innan þeirra og ákveðið hvernig þeir vilji haga