Grunnþættir menntunar
31
Í bókinni
Creative Intelligence
sem kom út 2003, leitast Dan Rae við að skýra tengsl
milli þrenns konar hugsunar.
Rökfestan
,
sem er vinstra megin í töflunni hér fyrir neðan,
einkennist af kaldri hugsun þar sem flest er í reiðu. Hugmyndagerjunin, sem höfð er
lengst til hægri, er hins vegar heit hugsun þar sem fæst er í föstum skorðum. Mitt á milli
rökfestunnar og gerjunarinnar er svo hin skapandi og sveigjanlega hugsun. Rökfestu má
líkja við ís, skapandi hugsun er eins og vatn en hugmyndagerjunin minnir á gufu. Þessi
þrjú horf hugsunar má svo tengja við áhuga, gaman og alvöru.
Einkenni hugsunar Rökfesta,
Skapandi hugsun
Gerjun og ólga
Myndhverfing
Ís
Vatn
Gufa
Áhugavídd
Alvara
Alvara og gaman
Gaman
Einkenni
Tök,
Tök og glíma,
Glíma,
mikilvægi,
mikilvægi og áhugi,
áhugi,
yfirvegun
slökun og spenna
spenna
Hvernig er virknin í þessu kerfi? Spenna ríkir á milli reiðu og óreiðu en skapandi hugsun
leitast sífellt við að jafna hana. Spennujöfnun á sér stað í miðjunni – á verkstæði skapandi
hugsunar – en á hana má líta sem sniðmengi hinna horfanna tveggja. Samkvæmt kerfinu
er skapandi og sveigjanleg hugsun lykillinn að námi og skilningi og slík hugsun blómstrar
þegar umhverfið er hvorki í of mikilli óreiðu né óhæfilega mikilli reiðu.
Mest af áhugaorku leysist úr læðingi þegar nemandinn þarf að leggja mikið á sig í glímunni
við viðfangsefnið en hefur engu að síður góð tök á því. Áhugi hans á verkinu verður að
kvikna strax en jafnframt verður hann að átta sig á hve verkkunnáttan sem tengist því er
mikilvæg þegar horft er fram í tímann. Á tilfinningasviðinu er svo mikilvægast að spenna
og ró séu í jafnvægi og eftirvænting og yfirvegun haldist í hendur.
Með hliðsjón af hugmyndum Rae má hugsa sér að útfærsla verkefna sem tengjast ritun
og lestri sé list sem felst annars vegar í því að ná jafnvægi milli þess að hafa góð tök,
t.d. á málfræði eða stafsetningu, og glímu við erfitt rannsóknarefni, og hins vegar milli
áhuga og mikilvægis, gamans og alvöru. Jafnvægið raskast þegar glíman skiptir alltaf
meira máli en góð tök, áhugi til skamms tíma yfirskyggir mikilvægi til langs tíma og
þegar eftirvænting bitnar á yfirvegun.
Að hve miklu leyti einkennist starfið í þínum skóla af skapandi og sveigjanlegri hugsun?
Að hve miklu leyti er það í deiglu? Þarf að losa um eitthvað eða taka sumt fastari tökum?