Page 30 - Læsi

LÆSI
28
FAGMÁL, ORÐRÆÐA OG
MERKINGARRÍK VERKEFNI
Lengi vel töldu fræðimenn að læsi væri fyrst og fremst vitsmunalegt fyrirbæri sem
snerist um tiltekin ferli í huga manna en þeim hefur farið fjölgandi sem tengja það
ekki síður við menningu og samfélag – og þá ekki síst ákveðna hópa þess. Það
sem ræður því hvernig við lesum eða skrifum texta hverju sinni er ekki aðeins það
sem býr í huga okkar heldur fremur verk og venjur einstakra hópa, fagstétta eða
jafnvel heilla þjóða. Hér er kjarni málsins sá að fólk les og skrifar tiltekið efni á til-
tekinn hátt með hliðsjón af viðfangsefnum og venjum þess hóps eða þeirra hópa
sem það tilheyrir. Í þessu sambandi er stundum talað um orðræðu eða orðræðu-
hefð mismunandi hópa og þá sagt að mál sé notað á mismunandi vegu í mis-
munandi
orðuræðuheimum
.
Sama manneskja getur tilheyrt mörgum slíkum heimum
og beitt máli á sérstakan hátt í hverjum þeirra. Hún getur verið lögfræðingur,
og talað og skrifað sem slíkur, en jafnframt farið milli orðræðuheima lögfræð-
innar, heimilisins, gömlu skólasystranna sem hittast reglulega, golfklúbbsins eða
hjálparsveitarinnar þar sem hún er félagi. Hver manneskja er á heimavelli í sínum
orðræðuheimum; þar er hún hagvön og áttar sig á því sem aðrir heimamenn segja
og gera.
Skólar eru orðræðuheimar af sérstakri tegund þar sem máli er beitt á tiltekinn
hátt. Heimili eru einnig orðræðuheimar en misjafnt er hve orðræðan þar – það
hvernig heimilisfólkið notar málið – líkist orðræðuhefðum skóla. Af þessum
sökum meðal annars er það miserfitt fyrir börn að byrja í skóla. Þeim börnum
sem þekkja til orðræðuheima skólanna finnst það auðvelt enda er þeim hrósað
þar fyrir kunnáttu sína. Öðrum börnum er síður hælt þótt þau mæti til leiks með
þau orðræðusnið sem þau hafa kynnst. Tök þeirra á málinu, sem hafa nýst þeim
vel fyrir skólagöngu, duga ekki lengur og ekki er útilokað að í skólanum séu þau
stundum stimpluð treg, ofvirk eða utangátta.
Hugmyndin um að fólk sé læst á mismunandi sviðum virðist ef til stangast á
5