LÆSI
26
Hafsteinn Karlsson skólastjóri hefur skrifað handbók fyrir kennara sem ber
heitið
Að lesa og skrifa
(
vefútgáfa 2005). Hér eru dæmi um umfjöllunarefni
í bókinni.
Þáttur heimilanna.
Barn sem sér foreldra sína skemmta sér yfir lestri bóka fær þau
skilaboð að bækur séu skemmtilegar ... Ef barn er tilbúið til að læra að lesa áður en
það byrjar í skóla eiga foreldrarnir ekki að hika við að segja því til ... Þegar börnin eru
orðin læs er hlutverk foreldranna ekki síðra. Þá þarf að vekja og efla áhuga á lestri með
ýmsum ráðum. Það er svo margt í lestrarkennslunni sem aðeins er hægt að gera heima.
Heildstætt móðurmálsnám.
Við beitum tungumálinu þegar við tölum, lesum, skrifum
og hlustum. Þessir þættir málsins skarast meira og minna. Málið er ein heild og þess
vegna ættu þeir sem kenna íslensku að flétta þá saman eins og kostur er en forðast að
skipta móðurmálinu í fjölmargar undirgreinar eins og löngum hefur tíðkast.
Að sauma sér flík sem passar.
Sjaldan er hægt að taka hugmyndir hráar upp frá
öðrum; yfirleitt þarf hver kennari að þrengja eða víkka, stytta eða síkka þær flíkur þannig
að þær passi honum og hæfi aðstæðum. Hugmyndir má finna í reynslu kennarans, hjá
öðrum kennurum, í handbókum og á námskeiðum.
Góðir lesendur.
Áður en þeir byrja að lesa rifja þeir upp það sem þeir vita um efnið
og þeir vita hvers vegna þeir ætla að lesa það. Meðan á lestri stendur er athyglin á því
sem verið er að lesa og þeir skoða stöðugt hvort þeir skilji textann. Ef þeir skilja hann
ekki líta þeir til baka og lesa aftur. Þegar lestri er lokið meta þeir hvort þeir hafi náð
markmiðum sínum og draga saman aðalatriðin ... Vafalaust hafa margir kennarar tekið
eftir því að nemendur sem skrifa góðan texta lesa mikið og þeir sem lesa mikið skrifa
góðan texta – þó ekki alltaf.
Frjáls lestur.
Hætt er við að kennurum finnist þeir vera að svíkjast um þegar þeir gefa
nemendum sínum tíma til að lesa sér til skemmtunar í skólanum. (Þeir þurfa ekki einu
sinni að gera verkefni að lestri loknum!) Samviskubitið er óþarft. Sú staðreynd að sífellt
minni tími gefst í lestur bóka krefst þess einfaldlega að skólinn bregðist við á þennan
hátt ... Þegar dýrmætum tíma skólans er varið í lestur bóka hlýtur það að benda til þess
að þær séu einhvers virði.