Page 27 - Læsi

Grunnþættir menntunar
25
Elín:
Já, eins og á þessari síðu ... þetta er tófa sem drepur stundum
lömb ...
Frosti:
En á þessari síðu er eitthvað annað.
Elín:
Já, það er verið að reka kindurnar í réttirnar.
Frosti:
Já, réttirnar.
Elín:
Lömbin elta alltaf mömmur sínar.
Frosti:
Hvert sem þær fara.
Elín:
En þessi mynd er af hrúti. Ég er ekki búin að ákveða hvað ég
skrifa við hana. Sumir hrútar eru með stór horn ...
eins og þessi.
Frosti:
Ætlarðu að skrifa það?
Elín:
Nei, ég man það alltaf þegar ég sé myndina af honum.
Frosti:
Ég skil ...
Eins og hjá Katrínu er textinn hjá Elínu þykjustutexti og hún veit það vel þótt
Frosti minnist ekki á það. „Mamma mín skrifar öðruvísi en ég læri kannski að
skrifa svoleiðis næsta vetur.“ Frosti reynir þó ekki að fá hana til að skrifa „öðru-
vísi“. Á þessu stigi málsins finnst honum það skipta mestu máli að hún viti að
hann treysti henni til að skrifa áhugaverða sögu um eitthvað sem hún vill segja
frá. Að hún viti að hann vilji að hún taki áhættu. Að hún viti að hann finni ekki að
verki hennar þegar hún er að reyna fikra sig áfram við skriftirnar.
Frosti vill að börnin noti prentmál í samhengi sem þau skilja. Efnið sem þau
nota – leika sér að eða leika sér með – verður að vera „eins og það á að vera“
í þeirra huga og notin verða hafa tilgang sem þau samþykkja og skilja. Frosti
fylgist með leiknum og ýtir undir nám nemenda með því hlusta á þá, stinga upp
á einhverju sem snertir lestur eða ritun, hjálpa þeim að koma reiðu á eða útvíkka
hugmyndir sínar – og síðast en ekki síst, með því að líta á hvert ritunar- eða
lestrarverk sem raunverulegt viðfangsefni. Hann reynir eftir föngum að fylgja
eftir og styðja frumkvæði barnanna og skapa svigrúm fyrir leiki sem auka áhuga
þeirra og sjálfstraust á læsisbrautinni.