LÆSI
24
ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA
Frosti, sem kennir hópi 2–6 ára barna, tók eftir því að búðarleikur var í uppsiglingu
í einu stofuhorninu. Hann spurði hvort þau þyrftu ekki að skrifa innkaupalista
og Katrín tók það að sér. Í „búðinni“ í horninu tók Arna búðarkona svo við
listanum. Hún leit á það sem Katrín hafði skrifað, sambland af þykjustustöfum
og alvörustöfum, og sagði: „Já, ég skal ná í þetta. Var það nokkuð fleira?“
Með þessu móti nýtti Frosti færi sem gafst til að leyfa börnunum að kanna í
sameiningu eitt af ótalmörgum tilvikum þar sem prentmál er notað á sérstakan
hátt í sérstökum tilgangi. Þetta hvetur börnin til að læra að lesa og skrifa; þeim
skilst að kunnáttan gegnir mikilvægu hlutverki í lífi þeirra. Yfirleitt átta börn sig á
tilgangi samskiptanna áður en þau ná tökum á samskiptatækninni og samskipta-
forminu – og það skiptir vitaskuld miklu máli að þau skilji til hvers leikurinn er
gerður.
Að vísu leit ekki út fyrir að Katrín vissi hvaða hlutverki innkaupalistar gegna
en hún skrifaði samviskusamlega niður sín þykjustutákn og í hvert sinn sem hún
setti tákn á blaðið sagði hún upphátt það þykustuhljóð sem fylgdi því. Frosti
gerði engar athugasemdir við þetta og leikurinn hafði sinn gang. Og einmitt þess
vegna tók eitt við af öðru á eðlilegan máta: Arna vissi upp á hár hvað hún átti að
gera og las listann eins og ekkert væri. Með þessu móti gátu þær stöllur kannað
tiltekna virkni ritmáls í samhengi leiksins og lært hvor af annarri. Þannig getur
útsjónarsemi kennara birst í því sem hann
gerir ekki,
því sem hann „leyfir“ að eigi
sér stað. Ef til hafði reynslan kennt Frosta að börn læri mikið af því að spreyta sig
á viðfangsefnum saman án þess að kennarinn leiki þar mikilvægasta hlutverkið.
Önnur saga úr sömu skólastofu. Elín er að búa til myndasögu.
Frosti:
Um hvað er sagan?
Elín:
Um kindur og lömb og svolítið um tófur.
Frosti:
Og skrifar þú líka textann?
4