Page 25 - Læsi

Grunnþættir menntunar
23
Anna Lilja telur mikilvægt að tengja saman greiningu og sköpun; þá smelli hlutirnir oft
saman í huga nemenda. Eitt sinn lét hún nemendur athuga málfar og stíl í útvarpsfréttum
og í framhaldi af því skrifuðu þeir sínar eigin fréttir og notuðu hljóðvinnsluforrit til að búa
til fréttatíma. Gerð hans var reyndar lokatakmarkið sem Anna Lilja hafði í huga og það
fyrsta sem hún setti á blað í undirbúningsvinnunni. Henni finnst nefnilega þægilegast og
rökréttast að feta sig aftur á bak, ákveða námsþættina í öfugri röð og enda á því að lýsa
upphafi verkefnisins.