LÆSI
22
öðlast samskiptavitund,
vitund um ýmiss konar boðskipti,
merkingarsköpun jafnt sem mismunandi orðræðu
þekkja til samskiptahindrana
sem geta verið skortur á samhengi;
röng tákn, rangur miðill eða markhópur; röng „gleraugu“ eða
fordómar
öðlast víðtækan málskilning
sem tekur til eðlis og samvirkni þeirra
mála eða táknkerfa sem við beitum helst við merkingarsköpun, sbr.
myndmál eða samspil ýmissa táknkerfa í margmiðlun
öðlast samskiptamál
sem nýtast til hugsunar, umfjöllunar og
samræðu um fjölþætt samskipti, t.d. hugtök sem beita má til að ræða
myndmiðlun, hljóðmiðlun eða margmiðlun
öðlast færni í samvinnu,
t.d. læra að taka eftir, hlusta, setja sig í spor
annarra, skipta um skoðun, vinna saman, ákveða verkaskiptingu,
dreifa valdi, skilgreina verk þannig að allir séu sammála um hvað í því
felist
Segja má að þessi lýsing sé byggð á
samskiptahyggju
en samkvæmt henni eru sam-
skipti grunnur náms og kennslu og því óhjákvæmilegt að gera
samskiptafræðum
–
fræðum um eðli samskipta og mismunandi víddir og flokka þeirra – hátt undir
höfði í menntun kennara.
Anna Lilja íslenskukennari segir að góður árangur nemenda byggist á því að
kennarar skipuleggi kennslustundirnar vel. Hún telur að skipulagsvinnan sé
mikilvægasti þáttur kennslustarfsins og hafi meiri áhrif á árangur nemenda
en persónutöfrar kennarans.
„
Í skipulagsvinnunni verð ég sífellt að setja mig í spor þeirra sem vita ekki það sem
ég veit um efnið. Ég verð að ímynda mér hvað kunni að gerast, hvað leiði helst til
frjórra samskipta, hvað auðveldi nemendum að tengja saman það sem þeir þurfa að
tengja saman. Hvers konar reynsla eða aðstæður í skólastofunni geta stuðlað að því
að torskilið efni verði skiljanlegt? Hvaða leið hentar hverjum og einum til að komast inn
í efnið? Þær eru alltaf margar.“