Grunnþættir menntunar
21
það að hafa lítið með vitsmuni hans eða orðaforða að gera heldur kannski fremur
það að hann þekki ekki vel til Austurvallar í Reykjavík. Af þessum ástæðum þarf
að huga að orsökum samskiptabrests, t.d. þegar nemendur skilja ekki kennara eða
kjósendur skilja ekki stjórnmálamenn. Nemendur sem skilja að námþeirra snýst ekki
aðeins um skynsemi þeirra heldur einnig um innsæi, vitneskju og verklag kennarans,
og þá reynslu og hugmyndir semþeir búa yfir (og kennarinn getur byggt á), skella síð-
ur skuldinni á sjálfa sig þegar þeim finnst eitthvað torskilið. Þeir sem átta sig á þessu
efast ekki aðeins ummóttökufærni fjölmiðlanotenda, nemenda eða kjósenda heldur
einnig ummiðlunar- og samskiptafærni fjölmiðlafólks, kennara og stjórnmálamanna.
Samskiptahyggja
Tölvuvæðingu í námi og kennslu hefur fylgt umræða um læsi með nýjum for-
merkjum – myndlæsi, upplýsingalæsi, miðlalæsi, tölvulæsi, fréttalæsi, auglýsinga-
læsi eða stafrænt læsi – og sumir velta því fyrir sér hvað eigi að kalla kunnáttu
og færni sem varðar læsi í víðum skilningi, þ.e. færni fólks í því að nota mörg
táknkerfi og miðla til að skapa merkingu og koma henni á framfæri. Slíka færni
mætti til að mynda kalla
táknvísi,
þar sem hún snýst um alls kyns tákn og samvirkni
táknkerfa,
nýlæsi
ellegar
víðlæsi
eða einfaldlega
samskiptafærni
því samskipti eru
rauði þráðurinn í þeirri fjölbreytilegu merkingarsköpun sem um er að ræða. En
hvað þurfa verðandi kennarar að læra um samskipti, mál og læsi svo þeir geti
aukið alhliða samskiptafærni þeirra sem þeir munu kenna? Hvers konar færni
þurfa þeir að öðlast á þessum sviðum? Þeir þurfa meðal annars að
geta lesið og skrifað á nútímavísu,
þ.e. notað algeng táknkerfi og
miðla til að henda reiður á efni og koma því á framfæri
geta valið milli mismunandi táknkerfa og miðla,
t.d. miðað við
notagildi, markmið, mismunandi efni og markhópa eða mismunandi
námslag nemenda
hafa skilning á skilningi,
þ.e. skilja að hann er háður reynslu,
samhengi og möguleikum til að tengja saman gamalt og nýtt
þekkja til mismunandi skilnings- og tjáningarforma,
t.d.
hugarkorta, samvinnuskrifa, mismunandi tegunda prentmáls,
kvikmynda eða vefefnis