Page 21 - Læsi

Grunnþættir menntunar
19
kraftar rjúfi hefðir og hamli gegn viðurkenndum þankagangi. Þannig lesa sum
okkar texta á „réttan“ hátt, skilja hann eins og höfundur hans ætlaðist til. Aðrir
semja“ á hinn bóginn við sjálfa sig eða aðra um merkinguna, samþykkja sumt en
hafna öðru, eða „lesa gegn“ því sem í textanum stendur, þ.e. andæfa með sjálfum
sér eða gagnvart öðrum þeirri merkingu sem þeir telja að höfundur vilji halda að
fólki. Ekki er þó víst að höfundar sækist ætíð eftir því að lesendur túlki eða skilji
texta þeirra á tiltekinn hátt og telji það sér jafnvel til tekna ef lesturinn leiðir til
fjölskrúðugs skilnings og pælinga.
En hvaðan kemur merkingin sem lesendur skapa? Lítum á textabrot: „Það er
mjög erfitt að búa í þakíbúð með manni sem spilar á fiðlu fram undir miðnætti á
hverju einasta kvöldi,“ sagði hún og rétti lögreglumanninum byssuna. Í könnun
voru lesendur spurðir um þessi orð og sögðu flestir að konan hefði myrt mann-
inn eða þeir hefðu að minnsta kosti óttast að hún gerði það. Þegar umræddum
lesendum var bent á að ekki hefði verið minnst á morð í textanum urðu þeir undr-
andi og áttuðu sig ekki á því að þeir höfðu gert það sem allir lesendur gera: fyllt í
eyðurnar. Og vegna þess að menning okkar og reynsla er stundum af sama meiði
er það sem við setjum í slíkar textaeyður oft á tíðum svipað. Séu saga okkar og
menning hins vegar ólík fyllir hvert okkar í eyðurnar með sínu lagi. Í hverju tilviki
skapar lesandinn því merkingu sína með hliðsjón af vísbendingum textans og því
samhengi sem menning og reynsla skapa. Að auki ríkja í hverju samfélagi hefðir
og hugmyndir sem hafa áhrif á það hvernig höfundar skrifa texta og lesendur
lesa hann.
En þótt hægt sé að segja að texti hafi merkingu sem dugi fólki til samskipta er
ekki þar með sagt að hægt sé með einhverjum ráðum að „afhýða“ hann þannig
að hið sanna efni hans og kjarni komi í ljós. Sumir fræðimenn myndu jafnvel
segja að endanlegur sannleikur sé ekki til og því þurfi að hugsa um sem flesta
túlkunarkosti og spyrja hvort, og þá með hvaða hætti, höfundur haldi tiltekinni
túlkun að lesendum: Hvaða heimsmynd vill hann að þeir gangi út frá? Hvað þykir
sjálfsagt og eðlilegt í frásögninni? Jafnframt þurfi að spyrja hvort í henni sé teflt
fram andstæðum – góðu/slæmu, karlmanni/kvenmanni, fallegu/ljótu – sem gefi
til kynna að auðvelt sé að setja fólk í plús- og mínusdálka og af því leiði að plús-
fólk eigi að stjórna mínusfólki.