LÆSI
18
Hugarstarfið á miðþrepinu snýst ekki síst um að greina efni í sundur og setja
það saman svo að til verði verk sem hefur ekki verið til áður – verk sem hefur
gildi fyrir þann sem skapar það eða þá sem njóta þess vegna þeirrar fegurðar eða
fróðleiks sem í því býr. Skapandinn prófar að raða einhverju saman, athugar hvað
tengist hverju, sér út hvað þurfi að sníða af til að fella eitthvað saman, hverju
þurfi að bæta við til þess að fá hald eða brúa bil.
Í þriggja þrepa líkaninu beinist athyglin að
höfundi
efnis eða
sendanda
þess en
samskiptin snerta að sjálfsögðu einnig
lesanda
þess eða
móttakanda
.
Samskipta-
ferlið hvað hefðbundið læsi varðar gengur í einfaldaðri mynd út á það að höf-
undur skrifar prentað mál sem orkar með einhverjum hætti á þá sem lesa það.
Margt orkar á sköpun höfundarins, t.d. vitsmunir hans og tilfinningar, þekking og
reynsla, og markmið hans með skrifunum ræðst meðal annars af lífsskoðunum
hans og þeim menningarjarðvegi sem hann er sprottinn úr. En ekki má gleyma
því að sambærilegir þættir hafa einnig áhrif á lesandann; merking á báðum pólum
verður til við virka sköpun. Því má segja að ritun og lestur séu sambærileg ferli
merkingarsköpunar; sá sem býr til efnið skapar merkingu og sá sem nýtur efnisins
eða notar það gerir það einnig. Sama gildir um merkingarsköpun þar sem önnur
táknkerfi koma við sögu og höfundurinn er til dæmis kvikmyndagerðarmaður eða
vefhönnuður og móttakandinn bíógestur eða netverji.
Hvað varðar lesskilninginn á móttökupólnum má segja að sumir kraftar
merkingarsköpunar sogi hugsun okkar í áttina að hefðbundnum skilningi en aðrir
3.
Miðlun/aðgerð Efni
Virkni
Dæmi
t
koma á framfæri
t
gera aðgengilegt
t
fylgja eftir
t
koma í verk
t
hafa áhrif á
t
bók
t
vefur
t
málverk
t
áætlun
t
myndband
t
ritgerð
t
lag
t
ballett
t
blogg
t
framkvæmd
t
birta
t
dreifa
t
senda
t
varðveita
t
tala saman
t
ákveða
t
gera
t
semja
t
breyta matar-
æði
t
útvarpa viðtali
t
birta ljóð
t
halda sýningu