Grunnþættir menntunar
15
MERKINGARSKÖPUN, SAMSKIPTI
OG SKILNINGUR
Kenningar um læsi eru hugmyndakerfi þeirra sem smíða þær en sá sem vill átta sig
á fyrirbærinu þarf að skapa sína mynd, setja sín púsl saman og finna út hvort eitt-
hvað vanti í myndina. Þessi samlíking gengur þó ekki að öllu leyti upp vegna þess
að púsluspili lýkur þegar hvert stykki er komið á sinn stað. Þær myndir sem læsi
tekur á sig eru ekki eins fyrirsjáanlegar og því kannski nær lagi að líkja læsisrann-
sóknum við skákrannsóknir. Hægt er að rannsaka ákveðna þætti læsis í félagslegu
tómarúmi – eins og kyrrstæða taflmenn á skákborði áður en leikurinn hefst – en
mestu varðar að átta sig á læsi í
samhengi leiksins
.
Hvers eðlis er það? Hver setur
leikreglurnar? Hverjir sigra og hverjir tapa – og af hverju? Hvað gerir læsi okkur
fært að gera og hvaða mælistiku á leggja á færni okkar í lestri og ritun?
Skiptar skoðanir eru um hvað geti talist fullnægjandi lestrarkunnátta og telur
sumt fræðafólk að lestrar- og ritunarprófum sé beitt til að mismuna fólki, temja
það og innræta því hlýðni gagnvart valdhöfum. Í þessu sambandi vísar það til
hugmynda menntafrömuðarins Freire sem sagði að læsi leiddi óhjákvæmilega til
breytinga en þær væru af tvennum toga: það ýmist fjötraði fólk eða veitti því
frelsi.
Þegar öllu er á botninn hvolft ráðast hugmyndir okkar um fullnægjandi færni
í lestri og ritun af því hvernig við skilgreinum hugtökin
læsi
og
ólæsi
.
Sumir telja
að læsi sé samheiti yfir marga færniþætti, og tala þá gjarnan um læsisvanda sem
tengist tilteknum þætti eða þáttum, en aðrir draga fólk annaðhvort í dilk læsis eða
ólæsis. Hinir síðarnefndu leggja þá fyrir nemendur próf, sem er ætlað að mæla
læsi, finna ákveðna lágmarkstölu á læsiskvarðanum og telja þá sem eru fyrir neðan
hana ólæsa. Þessi aðferð samrýmist ekki því sjónarmiði að í læsi felist fyrst og
fremst merkingarsköpun sem ráðist af ýmiss konar úrræðum og verkfærum sem
við beitum sem lesendur eða höfundar efnis, og fjölþættum samskiptum sem við
eigum við annað fólk.
Þeir sem taka þennan pól í hæðina segja að til þess að við getum ráðið í texta
3