Grunnþættir menntunar
13
ákveðna lesfimi þannig að orka þeirra fari ekki mest í umritun heldur nýtist
við merkingarsköpun. Og ekki má gleyma því að skilningur er háður orða-
forða; börn þurfa að læra ný orð. Fyrsti þátturinn, það að geta greint hljóð
málsins, snýst svo auðvitað um heyrn og hlustun. Við höfum vanrækt
hlustunarþáttinn, finnst mér; kennum nemendum okkar ekki virka hlustun
þótt hún sé grundvallaratriði í öllu námi og samskiptum.
Lestækni og lesfimi eru lykilinn og við þurfum að greina vandamál sem
snerta þessa þætti og bregðast skjótt og markvisst við lestrarerfiðleikum
sem geta hamlað nemendum verulega í námi. Og þá er um að gera að
nýta sér þekkingu sérfræðinga á ýmsum sviðum. En lesskilningur í víðasta
skilningi varðar kannski fyrst og síðast félagslegt réttlæti og þá staðreynd
að sumir nemendur hafa meiri reynslu og þekkingu í farteskinu en aðrir
þegar þeir hefja skólagöngu. Skólinn á að reyna að jafna þennan mun.
Svo megum við ekki gleyma samvinnuþættinum. Foreldrar og kennarar
þurfa að vinna saman. Móðurmálskennarar eru í fararbroddi en aðrir
fagkennarar þurfa einnig að sinna læsi í sinni grein. Kennarasamfélagið í
hverjum skóla þarf að móta læsisstefnu og þeir sem sinna læsi í kennara-
menntun þurfa einnig að stilla saman strengi sína. En nú er klukkan að
verða eitt og umræða að byrja.
Þakka þér kærlega fyrir.
Sjáðu, núna er sjórinn orðinn grænn en fjallið dökkblátt.
Virk hlustun
Samkvæmt rannsókn notum við um 40% af þeim tíma sem við verjum til samskipta til
þess að hlusta. Við tölum 35% af þessum tíma, lestur nemur 16% og ritun 9%. Það
sem við lærum með því að hlusta er jafnframt meira en það sem við lærum með því að
lesa og skrifa. Skilvirkni hlustenda er að jafnaði um 25 af hundraði; 75% af því sem við
hlustum á virðist fara inn um annað eyrað og út um hitt.