LÆSI
12
ég í kollega minn sem flutti nýlega fyrirlestur um mismunandi mál. Hann
sagði að það sem væri hægt að segja með orðum væri ekki endilega hægt
að segja með tónum og margt væri hægt að segja með tónum sem enginn
hefði komið orðum að. Þeir sem grípi til þess ráðs að láta blómin tala hafi
áttað sig á þessu. Af þessum sökum vaxi máttur ímyndunaraflsins eftir því
sem málunum í vopnabúri hvers einstaklings fjölgi. Svo sagði hann líka að
mismunandi mál miðla væru mikilvæg af tveimur ástæðum. Hver og einn
getur hugsað fleira og komist lengra með hverja hugsun ef hann getur
valið úr mörgum málum til að hugsa á. Og hitt: Til þess að skilja nemendur
sína þarf kennari að þekkja til þeirra verkfæra sem þeir hugsa og tjá sig
með. Þetta er nú kannski kjarni þessa máls.
Hvað er efst á baugi í læsismálum núna og hver eru forgangsmálin?
Það fer eftir því hvar þessar spurningar eru bornar fram. Sums staðar er það
forgangsmál að lengja skólagöngu barna. Enn ræður árafjöldi í skóla miklu
um það hvernig börnum farnast á lestrarbrautinni. Málumhverfi er svo
vitaskuld mismunandi eftir löndum og sums staðar er menning margleitari
en hér á Íslandi. Þegar þannig háttar til getur það verið forgangsmál að
laga námið að þeirri þekkingu og reynslu sem nemendur taka með sér í
skólann ellegar skapa margmenningarlegan grunn sem námið getur byggst
á. Læsi snýst alltaf um manneskjuna og menningarheim hennar; það snýst
ekki aðeins um táknin heldur um tilveru fólks.
Mér finnst þó einna mikilvægast að við kennarar breytum afstöðu
okkar til læsis, einkum því viðhorfi að áhersla á lestur og ritun eigi að vera
mest í fyrstu bekkjum grunnskólans. Hún á að vera mikil þar, og þar er
grunnurinn lagður, en námi í lestri og ritun lýkur í raun og veru aldrei. Því
lýkur aldrei vegna þess, meðal annars, að lestur og ritun snúast alltaf um
samhengi og inntak og þessir þættir breytast í sífellu. Margt er háð óvissu
en við getum þó verið viss um að allt er breytingum undirorpið.
En við verðum að huga að öllum þáttum læsis og samvirkni þeirra,
t.d. hvað lesturinn varðar. Börn þurfa að þjálfast í að greina hljóð málsins
og átta sig á tengslunum milli prentmáls og talmáls. Þau þurfa að öðlast