Page 2 - Læsi

Ritröð um grunnþætti menntunar
LÆSI – Grunnþáttur menntunar á öllum skólastigum
© 2012 Stefán Jökulsson
Kápuhönnun: Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Umbrot og textavinnsla: Námsgagnastofnun og Kristín Ragna Gunnarsdóttir
Ritnefnd: Berglind Rós Magnúsdóttir, Hafsteinn Karlsson, Torfi Hjartarson
Tengiliður við Mennta- og menningarmálaráðuneytið: Sesselja Snævarr
Ritstjórn: Aldís Yngvadóttir, Sylvía Guðmundsdóttir
2012
Mennta- og menningarmálaráðuneytið og Námsgagnastofnun
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja – umhverfisvottuð prentsmiðja
ISBN 978-9979-0-1622-9
Hefðbundið læsi tengist kunnáttu og færni sem fólk þarfnast til þess
að geta fært hugsun sína í letur og skilið prentaðan texta. Læsi í
víðum skilningi vísar hins vegar til þess að nemendur nái tökum á
ýmsum táknkerfum og miðlum; kunni til dæmis að búa til vef eða
stuttmynd eða þjálfist í að leggja mat á margs konar efni, til að mynda
fréttir og auglýsingar. Tungumálið er jafnmikilvægt og áður en er nú í
sambýli við aðra tjáningarmiðla sem gegna afar mikilvægu hlutverki í
námi, starfi og lýðræðisþátttöku fólks.